40 ár frá morðinu á King

Þess er minnst í Bandaríkjunum í dag að 40 ár eru liðin frá því að mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King var ráðinn af dögum. Orðin „ég á mér draum,“ sem hann lét falla í ræðu í Washington 1963 mörkuðu tímamót í baráttunni fyrir kynþáttajafnrétti í Bandaríkjunum.

Börn Kings lögðu blómsveig á leiði hans og konu hans, Coretta Scott King, í Atlanta, og í Memphis, þar sem hann var myrtur, var hans minnst með viðhöfn.

John McCain, Barack Obama og Hillary Clinton, sem berjast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna, minntust Kings öll í ræðum í dag.

King var 39 ára er hann var myrtur. Strokufangi, James Earl Ray, var fundinn sekur um morðið og dæmdur í 99 ára fangelsi. Margir halda því þó fram, að um samsæri hafi verið að ræða, og að Ray hafi ekki verið einn að verki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert