Níu létust er sprengja sprakk í Íran

Fjöldi fólks safnaðist saman í nágrenni moskunnar þar sem sprengjan …
Fjöldi fólks safnaðist saman í nágrenni moskunnar þar sem sprengjan sprakk í kvöld. AP

Að minnsta kosti níu létust er sprengja sprakk í mosku í borginni Shiraz í suðurhluta Írans í dag, samkvæmt frétt ríkissjónvarpsins í Íran. Yfir eitt hundrað særðust í sprengingunni og eru einhverjir þeirra í lífshættu.

Sprengingin var mjög öflug og skulfu hús í rúmlega eins kílómeters fjarlægð frá moskunni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og er unnið að rannsókn málsins að sögn borgarstjóra Shiraz, Mohammad Reza Hadaegh.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert