Lög gegn sjálfsvelti

Retuers

Franska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp er miðar að því að ólöglegt verði fyrir fjölmiðla að hvetja konur og ungar stúlkur til sjálfsveltis í þeim tilgangi að verða ofurgrannar.

Með frumvarpinu er spjótum fyrst og fremst beint að vefsíðum og tímaritum sem mæla lystarstoli bót, en ennfremur snerta lögin tískuhús og auglýsendur.

Reyndar á frumvarpið eftir að fara í gegnum efri deild þingsins, en verði það samþykkt þar geta þeir sem brjóta gegn ákvæðum þess átt yfir höfði sér allt að 45.000 evra sekt og þriggja ára fangelsi.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert