Skipulagði tilræðið mánuðum saman

Pekka-Eric Auvinen myrti átta manns í Jokela-skólanum.
Pekka-Eric Auvinen myrti átta manns í Jokela-skólanum. Reuters

Lögreglan í Finnlandi greindi frá því í dag að nemandi sem skaut átta manns til bana og svipti sig lífi í skóla í landinu í nóvember í fyrra hafi verið marga mánuði að skipuleggja tilræðið, og fyrir honum hafi vakað að valda sem mestri eyðileggingu og algjörum glundroða.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós, að morðinginn, Pekka-Eric Auvinen, skrifaði í dagbók sína að hann vonaði að tilræðisins yrði minnst um ókomin ár. Hann skrifaði einnig, að hann byggist við að deyja sjálfur í tilræðinu.

Tvö þúsund blaðsíðna skýrsla lögreglunnar um rannsókn málsins var birt í dag. Þar kemur fram, að Auvinen, sem var 18 ára, hafi sjálfur lagt á ráðin um árásina í Jokela, en hafi verið í tölvuskeytasamskiptum þar sem hann talaði fjálglega um árásir í skólum og eyðileggingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert