Sprengingar í Bristol

Sprengjusérfræðingar breska hersins hafa í morgun sprengt tvær sprengjur nálægt húsi í Bristol þar sem 19 ára unglingur var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um aðild að hryðjuverkastarfsemi. Lögregla hefur fundið grunsamleg efni og var þeim eytt með sprengingum.

Svæðið í kringum hús piltsins hefur verið rýmt og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Óvíst hvenær fólk sem þar býr fær að snúa heim.

Sky fréttastofan segir, að pilturinn sem handtekinn var hafi nýlega snúist til íslamstrúar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert