Efnavopna-Ali í hungurverkfalli

Efnavopna-Alí.
Efnavopna-Alí. Reuters

Ali Hassan al-Majid, sem gjarnan er nefndur Efnavopna-Alí  hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir hungurverkfall um helgina. Alí, sem er frændi Saddams Husseins, fyrrum forseta Írak, var nýlega dæmdur til dauða fyrir þjóðarmorð í herferð gegn Kúrdum í norðurhluta Íraks árið 1988. Þar létu um 180.000 manns lífið.

Að sögn lögmanns Alís fóru skjólstæðingur hans og nokkrir aðrir sakborningar, í hungurverkfall sl. föstudag til að mótmæla því, að þeir voru fluttir í fangaklefa í dómhúsi í Bagdad. Mennirnir hafa til þessa verið í haldi í byggingu á vegum Bandaríkjahers.

Alí og Abdul-Ghani Abdul-Ghafour voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að leið yfir þá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert