Eignaupptaka húsa á Spáni

Sósíalistaflokkurinn sem er við stjórn á Spáni ætlar að fara eftir lögum frá árinu 1988 og taka eignarnámi eignir sem byggðar eru á landi sem hafi þá verið friðland. Þúsundum eigenda hefur verið tilkynnt að eignir þeirra tilheyri þeim í raun og veru ekki.

  “Nú hefur okkur verið tjáð að húsið sem við erum búin að eiga í rúm 30 ár sé ekki lengur í okkar eigu,” sagði breskur eftirlaunaþegi sem býr með eiginkonu sinni í húsi við ströndina La Casbah á austurhluta Spánar.   

Eigendur sem töldu sig hafa keypt löglegar eignir verða skyndilega eignarlausir. “Þetta er stærsta árásin á einkaeign sem við höfum séð hér á Spáni,” sagði Jose Artega lögmaður.  Þetta kemur fram á síðu EMP Advisers.   

Hugsanlegt er að þetta gæti komið við einhverja íslendinga sem eiga fasteignir á Spáni og óruðu ekki fyrir þessu.      
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert