Matarflutningum til Gasa aftur hætt

Palestínumenn bíða eftir að fylla á gaskúta við bensínstöð á …
Palestínumenn bíða eftir að fylla á gaskúta við bensínstöð á Gasasvæðinu í gær. AP

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hefur tilkynnt að  matvælaflutningar til Gasasvæðisins verði tímabundið hætt vegna eldaneytisskorts. Ísraelar lokuðu í morgun tveimur landamærastöðvum á milli Ísraels og Gasasvæðisins eftir að flugskeytaárásir höfðu verið gerðar á þær frá Gasasvæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

1,1 milljón manna á Gasasvæðinu fær reglulega matvælaaðstoð frá UNRWA og um 80% íbúa Gasasvæðisins treysta svo til alfarið á mataðstoð til að sjá sér farborða. UNRWA hætti matvælaflutningum til Gasasvæðisins í nokkra daga fyrir tveimur vikum vegna eldsneytisskorts á Gasasvæðinu en Ísraelar hafa takmarkað mjög aðgang að Gasasvæðinu eftir að Hamas-samtökin tóku völdin þar á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert