Fritzl: Ég hefði getað drepið þau öll

Josef Fritzl er hann var í fríi í Tailandi.
Josef Fritzl er hann var í fríi í Tailandi. AP

Lögfræðingur Austurríkismannsins Josef Fritzl segir hann staðhæfa að hann sé ekkert skrímsli og að hann hafi sannað það með því að bjarga lífi dóttur sinnar og þriggja barna hennar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.„Ég hefði getað drepið þau öll. Þá hefðu engar vísbendingar verið eftir. Það hefði enginn getað komið upp um mig,” hefur lögfræðingurinn Rudolf Mayer, eftir skjólstæðingi sínum. „Ef ekki væri fyrir mig þá væri Kertin ekki á lífi í dag. Það var ég sem sá til þess að hún var flutt á sjúkrahús.”

Fritzl hélt dóttur sinni Elisabeth fanginni í kjallara á heimili sínu í 24 ár en á þeim tíma fæddi hún föður sínum sjö börn. Eitt barnanna lést skömmu eftir fæðingu. Þrjú þeirra ólust upp í kjallarnaum hjá henni en þrjú hjá Fritzl og eiginkonu hans.

Upp komst um málið er Kerstin, elsta barnið úr kjallaranum, var flutt alvarlega veik á sjúkrahús þann 19. april. Í kjölfar þess fannst fjölskyldan í kjallaranum og Fritzl var handtekinn. Hann hefur setið í fangelsi síðan þar sem hann hefur haft fullan aðgang að fjölmiðlum. Honum hefur hins vegar  verið haldið í einangrun honum sjálfum til verndar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert