Obama gagnrýnir Bush

Barack Obama ræðir við blaðamenn um borð í flugvél.
Barack Obama ræðir við blaðamenn um borð í flugvél. Reuters

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama sagði í dag að ummæli Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta, um friðkaupastefnu væri „árás af því tagi, sem hefur klofið land okkar og fælt aðrar þjóðir frá okkur."

Obama sakaði einnig Bush og John McCain, sem væntanlega verður forsetaefni Republikanaflokksins, um óheiðarleika og hræðsluáróður. Bæði Bush og McCain hafa gagnrýnt Obama fyrir yfirlýsingar um að hann vilji taka upp viðræður við ríki á borð við Íran.

Obama ávarpaði fund í Watertown í Suður-Dakota í dag, þar sem demókratar halda forkosningar á næstunni. Sagði hann m.a. að McCain hefði þá barnalegu og óábyrgu trú, að ef ráðamenn í Washington hvessi róminn muni stjórnvöld í Írak hætta við kjarnorkuáætlun sína og hætta einnig stuðningi við hryðjuverkamenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert