Segir mögulegt að sigra í Írak

John McCain, forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, tók af skarið í gær og kvaðst telja að sigur gæti unnist í Íraksstríðinu fyrir 2013. Hann á á brattann að sækja í kosningunum, þar sem færri kjósendur en nokkru sinni fyrr líta nú á sig sem repúblíkana.

McCain sagði í ræðu í gær að í janúar 2013 mætti vænta þess að fáir bandarískir hermenn væru enn í Írak. McCain þvertók fyrir að vera að taka afstöðu með demókrötum þótt hann tiltæki hvenær herförinni til Íraks gæti lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert