Ofbeldið eykst í Suður Afríku

Reuters.

Haldi ofbeldisverkum áfram að fjölga gegn erlendum ríkisborgurum í Jóhannesarborg í Suður Afríku óttast yfirvöld að ferðaþjónustan þar í landi bíði skaða af. Núverandi ástand í borginni gefur mjög neikvæða mynd af landinu sem hefur verið að markaðsetja sig sem vinalegt land sem þægilegt sé að heimsækja og eiga viðskipti við.  

„Suður Afríski ferðamannaiðnaðurinn vill ítreka að öllum er óhætt að að heimsækja landið og þessi röð árása einskorðast við lítinn hluta af þessu fallega landi okkar,“ sagði Moeketsi Mosola, talsmaður ferðaþjónustunnar í Suður Afríku.  

Ferðamálaráðherra Suður Afríku, Marthinus van Schalkwyk, hefur einnig miklar áhyggjur af ástandinu en búist er við að um half milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim fyrir HM í fótbolta árið 2010. „Við höfum talsverðar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á ferðamannaiðnaðinn“, sagði hann. 

Ferðaþjónusta er helsta undirstaða efnahagsins í Suður Afríku en meira en 9 milljónir manna heimsóttu landið á síðasta ári.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert