Stofnandi Backstreet Boys og 'N Sync dæmdur í 25 ára fangelsi

Lou Pearlman
Lou Pearlman AP

 Lou Pearlman, sem kom  strákaböndunum Backstreet Boys og 'N Sync á laggirnar, var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik. Er dómurinn hæsta mögulega refsing fyrir brot af þessu tagi í Flórída en hann var ákærður fyrir að hafa svikið út 300 milljónir Bandaríkjadala úr bönkum og frá fjárfestum.

Í mars játaði Pearlman að vera sekur um samsæri, peningaþvætti og að hafa lagt fram falsaða kröfu fyrir dómi vegna gjaldþrots.

Í máli héraðsdómara í Flórída í dag kom fram að mörg fórnarlömb Pearlmans voru ættingjar og vinir auk eftirlaunaþega sem misstu allt sitt vegna svika hans.

Í niðurstöðu dómarans kemur fram að refsing Pearlmans yrði stytt um einn mánuð fyrir hverja eina milljón dala sem hann endurgreiddi fórnarlömbunum. Talið er að einstaklingar hafi tapað 200 milljónum dala á viðskiptum við Pearlman og bankar 100 milljónum dala.

Upplýsingar um Lou Pearlman á Wikipedia 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert