Búrma þiggur alla aðstoð

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Than Schwe leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Búrma hafa samþykkt að hleypa öllum erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið til þess að veita neyðaraðstoð vegna náttúruhamfaranna í landinu. 

Frá þessu greindi Ki-Moon eftir fund sinn með æðsta herforingjanum, Than Shwe, í Búrma í dag, en fundur þeirra stóð yfir í tvo tíma.

Ki-Moon hitti fréttamenn eftir fundinn og sagði „hann samþykkti að leyfa öllum erlendum hjálparstarfsmönnum að veita aðstoð," sagði Ki-Moon.   Aðspurður um hvort samþykki Than Shwes markaði tímamót sagðist Ki-Moon telja að svo væri.      Að sögn Ban samþykkti Than Shwe einnig að flugvöllurinn í Rangoon yrði notaður fyrir útbreiðslu erlendra hjálpargagna.

Than Shwe neitaði í fyrstu að taka við símtölum Ki-Moons eftir að fellibylurinn Nargis reið yfir landið fyrir þrem vikum síðan, og gaf herforingjastjórnin mörgum erlendum hjálparstarfsmönnum ekki leyfi til þess að koma inn í landið.  Hundrað þrjátíu og þrjú þúsund manns létu lífið eða er saknað.

Börn í bænum Dedaye við ósa Irrawaddy fljótsins í Búrma.
Börn í bænum Dedaye við ósa Irrawaddy fljótsins í Búrma. AP
Ban Ki-Moon í Búrma í gær.
Ban Ki-Moon í Búrma í gær. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert