OECD spáir háu matvælaverði næstu 10 ár

Mikil eftirspurn er eftir hrísgrjónum
Mikil eftirspurn er eftir hrísgrjónum Reuters

OECD og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) spá því að heimsmarkaðsverð á matvælum muni haldast hátt næsta áratuginn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem stofnanirnar hafa unnið að og áætlað er að verði birt í dag. Skýrsluhöfundar gera hins vegar ráð fyrir að verðið muni lækka nokkuð eftir 2017. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef Reuters-fréttastofunnar.

Segir í fréttinni að hin nýja skýrsla OECD og FAO sé lítil huggun fyrir fátækustu lönd heims, sem hafi orðið illa fyrir barðinu á hækkun matvælaverðs að undanförnu, svo sem á hrísgrjónum. Það sama eigi reyndar einnig við um mörg önnur ríki, þar sem stjórnvöld keppist við að halda verðbólgu í skefjum, sem sé víða drifin áfram af hækkun matvælaverðs. Þá kemur fram að skýrsluhöfundar gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir matvælum muni halda áfram að aukast í heiminum fram til ársins 2017. Er því spáð að verð á ýmsum algengum matvælategundum muni hækka um 35-65% á þessum tíma. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka