Obama hrósar Hillary Clinton

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, hrósar fyrrum keppinaut sínum Hillary Clinton fyrir hugrakka kosningaherferð og þakkar henni fyrir stuðningsyfirlýsingu hennar í hans garð.  Clinton hætti kosningabaráttu sinni formlega í Washington í gær, og hvatti demókrata til þess að vinna saman að því að Obama yrði kosinn næsti forseti Bandaríkjanna. 

Í yfirlýsingu Obama segir að Clinton hafi brotið niður múra með kosningabaráttu sinni og opnað tækifæri fyrir komandi kynslóðir kvenna.  Obama segir Clinton hafa náð til milljóna Bandaríkjamanna og að pólitísku hlutverki hennar sé langt frá því að vera lokið, að því er fram kemur á fréttavef BBC. 

„Enginn veit betur hversu mikil þörf er á breytingu í Bandaríkjunum en Clinton, og ég veit að hún mun halda áfram ótrauð í baráttu sinni fyrir framförum," sagði Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert