Óttast um andlegt heilbrigði fanga við Guantanamó flóa

Frá fangabúðunum við Guantanamó flóa á Kúbu
Frá fangabúðunum við Guantanamó flóa á Kúbu Reuters

Aukin hætta er á að fangar í fangabúðum bandarískra stjórnvalda við Guantanamó flóa á Kúbu þjáist af andlegum veikindum vegna einangrunar sem þeir búa við í fangabúðunum. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Mannréttindavaktinni, Human Rights Watch.

Flestir karlmannanna sem er haldið föngum í búðunum búa við verri aðstæður heldur en þekkjast í bandarískum fangelsum þar sem öryggisgæsla er sérstaklega mikil. Enginn þeirra sem eru fangar í búðunum hafa verið sakfelldir. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindavaktinni er föngum við Guantanamó óheimilt að fá heimsóknir frá fjölskyldum og þeim er ekki heimilt að vera með útvarp eða sjónvarp í klefum sínum. 

Fangar við Guantanamó, sem hafa ekki einu sinni verið ákærðir fyrir glæp, er haldið í búðunum við aðstæður sem eru á margan hátt harkalegri heldur en þær sem hafa verið dæmdir fyrir alvarlegustu glæpi í Bandaríkjunum, segir Jennifer Daskal, lögfræðingur hjá Mannréttindavaktinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindavaktinni búa um 185 föngum af 270 við hámarks öryggisgæslu þar sem þeim er haldið í klefum sínum 22 tíma á sólarhring. Þeir fá að fara úr klefum sínum til þess að fara í sturtu og undir bert loft í tvo tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert