Umhverfisátak í kringum Everest

Everestfjall.
Everestfjall. mbl.is

Stjórnvöld í Kína hyggja á hreinsunarátak á Everest og nágrenni fjallsins, þess hæsta í heimi. Getur þetta þýtt að fjöldi þeirra sem fá að klífa fjallið verði takmarkaður. Stefnt er að því að hreinsunarátakið hefjist á næsta ári. Ýmislegt hefur verið gert að undanförnu til þess að bæta ástandið í kringum fjallið, meðal annars er bannað að keyra upp í fyrstu búðir sem eru í 5.180 metra hæð.

Að sögn umhverfisyfirvalda er nauðsynlegt að bregðast við en Rongbuk jökull hefur hopað um 150 metra á síðasta áratug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert