Telur loftslagsdóm MDE rangan

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um loftslagsmál var rangur, að mati fv. forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers.

Dómstóllinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að svissneska ríkið hefði brotið gegn rétti kvenna, með því að vernda þær ekki nógu vel fyrir miklum hitum, sem rekja mætti til hlýnunar af mannavöldum.

Baudenbacher segist í samtali við Morgunblaðið vera ósammála niðurstöðu MDE, en hann þekkir vel til í heimalandi sínu, Sviss. Dómstóllinn hafi fundið upp grundvallarréttindi sem hvergi sé getið um í Mannréttindasáttamála Evrópu. Tekið sé undir að eldri konur séu fórnarlömb, jafnvel þótt lífslíkur kvenna í Sviss séu umtalsvert meiri en karla.

„Fyrrverandi forseti hæstaréttar í Sviss benti svo á að dómurinn höfðaði til vissra gilda en segði ekki til um hvernig ætti að framfylgja þeim,“ segir Baudenbacher, sem aðspurður telur að tíminn verði að leiða í ljóst hvort dómur MDE setji fordæmi.

Sjálfstæð réttindi að losna við umhverfisskaða

Jóna Þórey Pétursdóttir mannréttindalögfræðingur er í Dagmálum, sem birtast á mbl.is í dag, þar sem rætt er um niðurstöðu MDE. Hún segir dóminn byggjast á rétti einstaklingsins til þess að vera frjáls frá umhverfislegum skaða. Um sjálfstæð réttindi sé að ræða. Dómstólar verði að taka á því að réttindi í Mannréttindasáttmálanum séu tryggð.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert