Mál læknis í rúmt ár á borði saksóknara

Skúli er sagður sinna sjúklingum að takmörkuðu leyti á Landspítala.
Skúli er sagður sinna sjúklingum að takmörkuðu leyti á Landspítala. mbl.is/Jón Pétur

Mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis sem grunaður er um að hafa valdið ótímabærum dauðsföllum er enn til meðferðar hjá héraðssaksóknara.

Málið kom inn á borð héraðssaksóknara í febrúar í fyrra og að sögn Arnþrúðar Þórarinsdóttur, saksóknara hjá embætti Héraðssaksóknara, er enn talsvert í að ákvörðun um það hvort ákært verði í málinu liggi fyrir.

Málið sé umfangsmikið og að gögn hafi borist eftir að málið kom fyrst á borð saksóknara eftir rannsókn lögreglu.

Meint brot eru talin hafa átt sér stað á árunum 2018-2020 og fór Skúli í leyfi í kjölfar umfjöllunar um málið árið 2021.

Hann hefur endurheimt starfsleyfi sitt að hluta og í nýlegri frétt á Vísi er Skúli sagður sinna sjúklingum að takmörkuðu leyti á Landspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert