Forseti Póllands undirritar ekki Lissabon sáttmála

Lech Kaczynski, forseti Póllands.
Lech Kaczynski, forseti Póllands. Reuters

Lech Kaczynski, forseti Póllands, segist ekki ætla að skrifa undir Lissabon sáttmálann, þrátt fyrir að pólska þingið hafi staðfest hann.  Kaczynzki sagði í viðtali við pólska dagblaðið Dziennik í dag að undirritun sáttmálans hefði enga þýðingu eftir að Írar höfnuðu sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Pólska þingið staðfesti sáttmálann í apríl, en forsetinn þarf samt sem áður að undirrita hann.

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, er ósammála forsetanum og segist sannfærður um að sáttmálinn þjóni hagsmunum Póllands.  Í morgun sagðist Tusk vonast til þess að Kaczynski endurskoði þessa ákvörðun, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert