Ákærðir vegna valdaráns

Aðalsaksóknari, Aykut Cengiz Engin, greinir fjölmiðlum frá ákærunum í dag.
Aðalsaksóknari, Aykut Cengiz Engin, greinir fjölmiðlum frá ákærunum í dag. Reuter

Saksóknarar í Tyrklandi hafa ákært áttatíu og sex veraldlega Tyrki um hryðjuverkastarfsemi vegna meintrar þátttöku þeirra í áformum um að hrinda af stalli íslamskri stjórn landsins. Fjörutíu og átta sakborninganna eru í fangelsi.Þetta kemur frá á fréttavef Al Jazeera.

Yfirsaksóknari landsins, Aykut Cengiz Engin, greindi frá þessu. Hann sagði að sakborningarnir, þar á meðal að minnsta kosti einn hershöfðingi og einn stjórnmálamaður í stjórnarandstöðu, væru annað hvort ákærðir fyrir að tilheyra hryðjuverkahópi eða að hvetja til þess að stjórninni yrði steypt af stóli.

Dómstólar hafa tvær vikur til að ákveða hvort málið skuli vera tekið fyrir.

Sakborningarnir hafa ásakað stjórnina um að grafa undan veraldlegum lögum Tyrklands og að hliðra of mikið til fyrir kristnum og kúrdíska minnihlutanum til að liðka fyrir umsókn Tyrkja að Evrópusambandsaðild.

Ákæran er nýjasti liðurinn í því sem talið er vera valdabarátta milli stjórnarinnar og veraldlegra hópa sem studdir eru af hernum og öðrum opinberum stofnunum.

Þar á meðal eru dómstólar og ákveðnar viðskiptastofnanir sem saka stjórnina um að gera Íslam of hátt undir höfði í Tyrklandi.

Tyrkneski herinn hefur staðið fyrir þremur valdarárum í gegnum tíðina. Eftir valdaránin hefur hann afhent borgurum völdin.

Ef valdaránstilraunin er staðfest þá kemur hún á tíma þegar stjórnin stendur fyrir aðgerðum til að styrkja lýðræði í landinu til að hliðra til fyrir Evrópusambandsaðild þeirra.

Andstæðingar Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra, segja ákærurnar lið í tilraunum stjórnvalda til að þagga niður í gagnrýnendum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert