Mandela níræður í dag

Nelson Mandela.
Nelson Mandela. Reuters

Fyrrum leiðtogi Suður-Afríku, Nelson Mandela, er níræður í dag.  Mandela hyggst halda upp á afmælið heima hjá sér í Qunu, ásamt fjölskyldu sinni og tekur allt þorpið tekur þátt í hátíðarhöldum.

Mandela átti stóran þátt í að binda endir á aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku.  Mandela var fangelsaður í 27 ár áður en hann varð fyrsti svarti leiðtogi landsins.  Mandela fékk Nóbelsverðlaunin árið 1993, ásamt fyrrum forseta Suður Afríku FW de Klerk.  Klerk lofar Mandela á afmælisdegi hans og segir hann eina af mikilvægustu mönnum tuttugustu aldarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert