Segir Wall Street með timburmenn

George W. Bush, Bandaríkjaforseti.
George W. Bush, Bandaríkjaforseti. Reuters

„Wall Street datt í það og er nú með timburmenn," sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti á söfnunarsamkomu í Houston í Texas á föstudag.  Myndband náðist af Bush þegar hann lét þessi orð falla en hann hafði beðið áhorfendur sérstaklega um að slökkva á vídeómyndbandsvélum.   Fjölmiðlum var ekki boðið á samkomuna.

Einhver í salnum varð hins vegar ekki að ósk Bush og tók ræðu hans upp.  „Það er engin spurning, Wall Street datt í það. Þetta er ein af ástæðunum sem ég bað ykkur um að slökkva á myndavélunum," sagði Bush og hélt áfram „spurningin er hins vegar hversu langt er þar til rennur af Wall Street," sagði Bush.

Tony Fratto, talsmaður Hvíta Hússins, segir að Bush hafi einungis verið að lýsa ástandinu á hlutabréfamarkaði á sama hátt og margir aðrir hafa gert.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert