Fartölva Karadzics hugsanlega fundin

Radovan Karadzic við réttarhöld alþjóða stríðsglæpadómstólsins.
Radovan Karadzic við réttarhöld alþjóða stríðsglæpadómstólsins. Reuters

Serbnesk yfirvöld hafa tilkynnt að þau hafi fundið fartölvu sem þeir telja tilheyri Radovan Karadzic sem sakaður er um stríðsglæpi. Samkvæmt serbneska stríðsglæparáðinu í tösku ásamt 55 geisladiskum, blaðaúrklippum og tveimur bókum í tösku í vegkanti í úthverfi Belgrad í gær.

Samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar er verið að rannsaka tölvuna og taka af henni dna sýni til að ákvarða hvort hafi áður verið í eigu Karadzics.

Karadzic sem var handtekinn í lok júlí um borð í strætisvagni númer 73 sem mun hafa ekið í átt að Batajnica úthverfinu þar sem hann leigði íbúð.

Skömmu eftir handtökuna lögðu bæði lögfræðingur hans Svetozar Vujacic og bróðir, Luca Karadzic, fram kvörtun þess efnis að serbnesk yfirvöld hafi lagt hald á fartölvu og um 50 geisladiska með skjölum sem tengdust undirbúningi við málsvörn Karadzics.

Í morgun sagðist lögfræðingurinn ekki leggja mikinn trúnað á það að taskan hafi fundist í vegkanti og heldur því fram að hún hafi verið tekin við handtökuna.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert