Flokksþing repúblikana hafið

Flokksþing Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hófst í St. Paul í gærkvöldi. Mun minna var þó um dýrðir en til stóð upphaflega en dregið var úr dagskránni vegna fellibylsins Gústavs. Einnig komu fréttir af þungun ungar dóttur varaforsetaefnis flokksins illa við þingfulltrúa.

John McCain verður formlega útnefndur forsetaefni flokksins á þinginu og Sarah Palin varaforsetaefni. Palin lýsti því yfir í gær að Bristol, 17 ára dóttir hennar, væri þunguð. Þessar fréttir komu illa við marga, sem fögnuðu þeirri ákvörðun McCains að velja hana sem forsetaefni.

Þá bárust einnig fréttir af því í gærkvöldi að Palin hefði ráðið sér lögfræðing vegna rannsóknar, sem hafin er, á aðdraganda þess að opinberum embættismanni var vikið frá störfum í Alaska, þar sem Palin er ríkisstjóri.

Rannsóknin hófst vegna frétta í fjölmiðlum um að embættismaðurinn hafi verið rekinn vegna þess, að hann neitaði að reka fyrrverandi mág ríkisstjórans úr starfi sem lögreglumaður.

Flokksþing Demókrataflokksins í síðustu viku hefur leitt til umtalsverðrar fylgisaukningar hjá Barack Obama, frambjóðanda flokksins. Kannanir, sem birtar voru í gærkvöldi, benda til þess að USA Today og Gallup, sem birt var í gærkvöldi, bendir til þess að  48-50% bandarískra kjósenda ætli nú að velja Obama en 40-43% McCain. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert