Fræg málverk endurheimt í Hollandi

Hollenska lögreglan hefur endurheimt fimm málverk frá sautjándu öld sem hafi verið stolið. Þar á meðal er verk eftir Jan Steen sem var stolið á Frans Hals safninu árið 2002. Verkin eru öll skemmt en verða þrátt fyrir það sýnd á safninu frá og með morgundeginum.

Auk málverks Steen er um að ræða verk eftir Cornelis Bega, Adriaan van Ostade og Cornelis Dusart.

Þegar verkunum var stolið þá voru þau tryggð fyrir þrjár milljónir evra en á þeim tíma var talið að ekki væri hægt að meta þau til fjár vegna sögulegs gildis þeirra.

Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag en um helgina handtók hún þrjá í tengslum við málið samkvæmt frétt De Telegraaf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert