Risademantur fannst í jörðu

Risademantur fannstí Lesoto.
Risademantur fannstí Lesoto. Reuters

Námuverkamenn í Lesoto í Suður-Afríku fundu gríðarlega stóran demant sem gæti hugsanlega orðið meðal stærstu slípuðu demöntum í heimi. Lesoto-steinninn er 478 karöt og er 20. stærsti steinn sem fundist hefur.

Steinninn fannst nýlega í Letseng námunni sem er í eigu námufélags í Lesoto. Steinninn sem enn hefur ekki hlotið nafn mun hugsanlega geta orðið að 150 karata slípuðum steini í hæsta gæðaflokki og samkvæmt BBC eru allar líkur á að hann seljist fyrir nokkra tugi milljóna bandaríkjadala eða nokkra milljarðar íslenskra króna.

Þessi steinn er samt langt frá því að vera sá stærsti í heimi. Cullian-demanturinn fannst 1905 var 3106 karöt óslípaður. Hann er í dag í laginu eins og vatnsdropi eða tár og er 530 karöt, hann nefnist Hin mikla stjarna Afríku, (e.Great Star of Africa).


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert