Ötulasti bloggari Malasíu handtekinn

Mótmælandi í Kuala Lumpur hefur stillt sér upp fyrir framan …
Mótmælandi í Kuala Lumpur hefur stillt sér upp fyrir framan plakat af bloggaranum Raja Petra Kamaruddin til þess að mótmæla handtöku hans og fyrirsjáanlegu tveggja ára varðhaldi án dóms og laga. ZAINAL ABD HALIM

Yfirvöld í Malasíu hafa ákveðið að hneppa einn helsta bloggara landsins í tveggja ára varðhald án dóms og laga.

Bloggarinn Raja Petra Kamaruddin, stofnandi vefjarins Malaysia Today og einn ötulasti gagnrýnandi stjórnvalda þar í landi, er af yfirvöldum sakaður um að hafa móðgað Íslam og birt á vef sínum greinar sem smáni leiðtoga landsins og dragi þannig úr tiltrú almennings á stjórnvöldum.

Kamruddin var handtekinn og sendur í Kamunting-varðhaldsfangelsi í norðurhluta landsins að skipan Marina Lee Abdullah, heimamálaráðherra Malasíu. 

Að sögn Amarjit Sidhu, lögmanns Kamaruddin, er sérlega gagnrýnivert að stjórnvöld skuli hafa fyrirskipað brottflutning í varðhaldsfangelsið nóttina áður en taka átti mál hans fyrir dómstólum þar sem dómari átti að meta lögmæti handtöku hans. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld refsa Kamaruddin fyrir skrif hans. Árið 2001 var Kamaruddin haldið í fangelsi í 53 daga í kjölfar mikilla óeirða sem urðu í landinu þegar Anwar Ibrahim, núverandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar, var rekinn úr embætti varaforsætisráðherra og fangelsaður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert