Ráðherra alls ekki heiðursdoktor í Oxford

Húsakynni Oxfordháskóla í Bretlandi
Húsakynni Oxfordháskóla í Bretlandi Ómar Óskarsson

Nú er orðið ljóst að nýr innanríkisráðherra Írans, Ali Kordan, var aldrei útnefndur heiðursdoktor í lögum við Oxfordháskóla, eins og hann hafði fullyrt. En það hafði hann gert í góðri trú.

 Íranskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt Kordan hart fyrir að státa af falska titlinum en í ljós kom að skjalið sem hann hafði undir höndum til að sanna mál sitt var fullt af enskum stafavillum og málfræðiafglöpum. Málið kom upp þegar talsmenn Oxford sögðust ekki kannast við að Kordari hefði nokkurn tíma fengið umrædda doktorsgráðu.

 Ráðherrann segist nú hafa verið illa blekktur og segist ætla í mál við manninn sem sagðist vera fulltrúi Oxford-háskóla og færði honum skjalið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert