Ungversk flugvél með hjálpargögn rauf lofthelgi Írans

Írönsk stjórnvöld greindu frá því í dag að erlend flugvél, sem Íranar stöðvuðu nýlega í lofthelgi sinni, hafi verið frá Ungverjalandi og í henni hafi verið hjálpargögn. Engir Bandaríkjamenn voru um borð. Það er þvert á þær fréttir af því að bandarískir hermenn hefðu verið í vélinni.

Hátt settur íranskur herforingi sagði í samtali við arabísku fréttastöðina Al-Alam að umrætt atvik hafi átt sér stað 30. september sl., ekki á sunnudag eða í gær líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum.

Bandaríkjaher í Bagdad hefur einnig staðfest að engir Bandaríkjamenn hafi verið um borð í vélinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert