Ekkert lán til Íslands

Reuters

Í þýskri útgáfu Financial Times í gær var fjallað um efnahagskreppuna á Íslandi og að stjórnvöld renni hýru auga til Evrópusambandsins í leit að lausn.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa íslenskir diplómatar sett sig í samband við ráðgjafa Benitu Ferrero-Waldner, sem fer með utanríkismál ESB, Olli Rehn sem fer með stækkunarmál og Joaquín Almunia sem fer með gjaldmiðilsmál.

Í þeim viðræðum hafi meðal annars verið falast eftir fjárstuðningi ESB við Íslendinga. „Framkvæmdastjórn ESB upplýsti ríkið um að ekki væri mögulegt að veita því milljarðalán,“ segir í greininni. Fram kemur að deilt sé um ESB-aðild innan íslensku ríkisstjórnarinnar. Yfirstandandi efnahagskreppa gæti hins vegar breytt einhverju þar um. „Svíar komu sér einmitt saman um Evrópusambandsaðild vegna efnahagsörðugleika,“ segir í greininni.

„Ætli íslensk yfirvöld sér að sækja um aðild væri gott að þau gerðu kunnugt um það fyrir leiðtogafund sambandsins á miðvikudag,“ var haft eftir háttsettum fulltrúa framkvæmdastjórnar sambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert