Olíuverð lækkar og lækkar

Lækkun heimsmarkaðsverðs að skilar sér að lokum í lægra verði …
Lækkun heimsmarkaðsverðs að skilar sér að lokum í lægra verði til neytenda. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verð á fati af olíu hefur lækkað um 40 dollara á þremur vikum og er nú komið niður fyrir 70 dollara á fatið. Hæst fór það í 147 dollara í sumar. OPEC, samtök olíuríkja, hafa boðað til fundar vegna verðþróunarinnar.

Samhliða miklu verðfalli á olíu hefur hrávara, málmar og fleira, lækkað mikið í verði. Til að mynda hefur verð á áli lækkað  um 37 prósent á þremur mánuðum. Það fór hæst í 3.300 dollara tonnið í júlí en er nú um 2.100 dollarar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert