Bretar hættir í bjórnum

Bresk bjórmenning er margrómuð en nú er pöbbunum ógnað af …
Bresk bjórmenning er margrómuð en nú er pöbbunum ógnað af efnahagskrísunni mbl.is/Brynjar Gauti

Hin fræga breska ölkrús er nýjasta fórnarlamb fjármálahrunsins, ef taka á mið af því að sala á bjór hefur dregist saman um 7% á þriðja ársfjórðungi. Bresku Bjór- og pöbbasamtökin segja að 161 færri ölkrúsir hafi verið seldir frá júlí og fram í september miðað við sama tímabil í fyrra, sem þýðir 1,8 milljón færri krúsir hvern dag.

Bjórsala hefur verið á stöðugri niðurleið í Bretlandi síðustu ár og eru afleiðingarnar þær að þúsundir pöbba og veitingastaða um landið allt hafa lokað. Þessar nýjustu tölur sína hinsvegar að þróunin er nú mun hraðari en hún hefur verið fram að þessu og að matvöruverslanir eru nú líka farnar að finna fyrir því að Bretar kaupi síður bjór.

Verslunareigendum hefur fram að þessu tekist að halda bjórnum á floti með sérstökum tilboðum á kippunni, en ekki lengur. Salan hefur fallið um 6% á þessum 4 mánuðum, aðeins litlu minna en 8,1% fallið á pöbbum og veitingastöðum.

„Þessi hratt fallandi hnignun í bjórsölu er skýrt merki um versnandi efnahag, áhyggjufull heimili og rýrnandi kaupmátt,“ segir Rob Hayward, framkvæmdastjóri samtakanna, en innan þeirra er um 98% af breskum bjór bruggaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka