Sígaretta varð 20 að bana

Talið er að eldsvoða í rútu, sem varð 20 manns að bana í Hannover í Þýskalandi í gærkvöldi, megi rekja til farþega sem laumaðist til að reykja á klósetti rútunnar. Þetta segir lögreglan í Hannover.

Að auki slösuðust 13 manns í eldhafinu, þar af eru þrír alvarlega brenndir. 

Þeir sem komust lífs af sögðu lögreglunni að eldur hefði brotist út úr litlu baðherbergi rútunnar eftir að farþegi reykti þar inni. Rútan var á fullri ferð á A2 hraðbrautinni. Þegar hurðin að baðherberginu var opnuð teygðu logarnir sig út og náðu fljótlega um alla rútuna.

Að sögn slökkviliðsins tókst þeim farþegum, sem sátu næst útgöngunum, að forða sér en aðrir áttu sér enga von.

Um borð í rútunni var hópur eldri borgarar auk bílstjórans en deilt er um hvort farþegarnir hafi verið 33 eða 39.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert