Gengi hlutabréfa snarhækkar í Bandaríkjunum

Reuters

Gengi hlutabréfa í bandarískum fyrirtækjum hækkaði verulega í gær eftir að hafa lækkað í þrjá daga.

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones hækkaði um 553 stig, eða 6,67%. Hlutabréfavísitalan Nasdaq hækkaði um 6,50% og Standard % Poor's 500 um 6,92%.

Fréttastofan AP sagði að svo virtist sem fjárfestar hefðu talið að gengi hlutabréfanna myndi ekki lækka meira og ekki viljað missa af ódýrum hlutabréfum. Nokkrir sérfræðingar ráku hækkunina einnig til þess að fjárfestar byggjust við góðum tíðindum á fundi 20 helstu iðnríkja heims í Washington á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert