Snilldarlausn til að flokka matarafganga

Breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph hefur hannað nokkrar útgáfur af flokkunartunnum …
Breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph hefur hannað nokkrar útgáfur af flokkunartunnum sem passa nútíma eldhúsum vel. Samsett mynd

Það var sá tími sem öllu rusli var hent í sömu ruslafötu án umhugsunar, gömul dagblöð, tómar flöskur, matarleifar og hvað eina. Já, allt þetta fór í sömu ruslafötuna. Með aukinni vitundarvakningu um umhverfisvernd og endurvinnslu hefur notkun á einni ruslafötu á hverju heimili orðið eitthvað sem virkar hreinlega ekki lengur.

Breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph hefur hannað nokkrar útgáfur af flokkunartunnum og eru vinsælustu vörurnar þeirra allt sniðugar vörur sem leysa hversdagsleg vandamál og geta eflaust verið góð lausn fyrir mörg eldhús í dag.

Hér má sjá skemmtilegar hönnunarlausnir frá Joseph Joseph:

Þessi netta fata fyrir lífrænan úrgang var til að mynda …
Þessi netta fata fyrir lífrænan úrgang var til að mynda hönnuð til að auðvelda að flokka matarleifar. Ljósmynd/Joseph Joseph
Compo fatan hefur breitt op sem gerir það auðveldara að …
Compo fatan hefur breitt op sem gerir það auðveldara að skafa mat af disknum og stillanlegt loftop er á loki. Opið hjálpar til að draga úr raka og lykt og þegar það er lokað veitir skordýravörn sem er líka mikilvæg. Nett hönnun á fötunni gerir hana fullkomna til að geyma á borðplötu eða inni í skápum. Ljósmynd/Joseph Joseph

Hægt er að skoða úrvalið af flokkunartunnum hér sem fást meðal annars vefverslun Epal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert