Láta skal Guantanamo-fanga lausa

Handtaka fimm Alsírbúar sem verið hafa í Guantanamo frá 2001 …
Handtaka fimm Alsírbúar sem verið hafa í Guantanamo frá 2001 hefur verið dæmt ólögmæt. HO

Bandaríski dómarinn Richard Leon úrskurðaði í dag að hluti þeirra fanga sem dveljast í Guantanamo fangabúðunum væru ólöglega í haldi og þeim skildi sleppt. Kemur þessu úrskurður rúmum sjö árum eftir að Guantanamo fangabúðirnar voru opnaðar.

Dómurinn þykir áfall fyrir stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta, en dómarinn fyrirskipaði að fimm Alsírbúar sem teknir voru höndum árið 2001 skildu látnir lausir.

„Dómstóllinn telur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að sýna fram á sekt,“ "sagði Leon sem annars er talinn íhaldsamur í sínum úrskurðum.

Sjötti Guantanamo-fanginn, sem tekinn var höndum með hinum og einnig er Alsírbúi, var hins vegar talinn hafa verið handtekinn með löglegum hætti.

Lögfræðingur fanganna Robert Kirsch sagði AFP- fréttastofunni að hann væri bæði feginn og þakklátur dóminum. „Þetta er frábær dagur fyrir bandarískt réttlæti,“ sagði hann. "

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert