Berlínarmúr í Georgíu

Rússar eru að eyðileggja landfræðileg tengsl milli héraða í Georgíu …
Rússar eru að eyðileggja landfræðileg tengsl milli héraða í Georgíu að sögn utanríkisráðherra landsins. Reuters

Utanríkisráðherra Georgíu, Eka Tkeshelashvili, segir rússneskar hersveitir vera að reisa „Berlínarmúr“ til að skilja uppreisnarhéruð frá
öðrum hlutum landsins.  Rússar séu að reyna að skilja Abkhasíu og Suður Ossetíu frá hinum hlutum Ossetíu, sagði Tkeshelashvili í ræðu sem hún flutti hjá Strategic Studies hugveitunni í London.

Nú væri verið að reisa múr við Zugdidi, borg sem liggur nærri landamærum Abkhasíu.

„Rússar eru að eyðileggja landfræðileg tengsl milli héraða í Georgíu, sagði ráðherrann. „Þeir eru að sprengja upp brýr í Gali héraði og gera þar með fólki erfiðara fyrir með að heimsækja nágranahéraðið Samegrelo.

„Í Zugdidi borg eru þeir síðan að reisa múr. Hann er kannski ekki jafn stór og Berlínarmúrinn, en hann minnir á hann.“ Í Suður-Ossetíu séu vegir og brýr síðan sprengd upp. Með því móti sé verið að slíta landið í sundur með því að skapa landfræðilega fjarlægð milli héraða.

Condolezza Rice, utanríkiráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún myndi ekki krefjast NATO aðildar til handa Georgíu og Úkraínu á ráðherrafundi NATO í Brussel í næstu viku. Georgía vonast samt, að sögn Tkeshelashvili, eftir að komast í hóp NATO ríkja  í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert