Ísraelar vilja setja Obama starfsreglur

Frá fundi George W. Bush Bandaríkjaforseta og Ehud Olmert, forsætisráðherra …
Frá fundi George W. Bush Bandaríkjaforseta og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á mánudag. AP

Yfirvöld í Ísrael hafa farið fram á það við George W. Bush Bandaríkjaforseta að hann útskýri hið sérstaka samband Ísraels og Bandaríkjanna fyrir eftirmanni sínum Barack Obama áður en hann tekur við forsetaembættinu í janúar á næsta ári. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra Ísraels, átti hádegisverðarfund með Bush í Washingtoná mánudag og fór þá fram á þetta. Mun hann hafa farið fram á að Bush skrifaði Obama bréf um málið en ráðgjafar Bush, sem einnig sátu fundinn, munu hafa bent honum á að slíkt þjónaði engum tilgangi þar sem Bush hefi ekkert vald til að setja Obama starfsreglur.

Var því ákveðið að settur yrði saman listi yfir formlega og óformlega samninga Ísraela og Bandaríkjamanna áður en Obama tekur við embættiMun Olmert aðallega leggja áherslu á að fá sameiginlega afstöðu Ísraela og Bandaríkjanna gagnvart kjarnorkumálum Írana og hernaðarlegar skuldbindingar Bandaríkjanna við Ísraela skriflega. Þá mun hann hafa farið fram a yfirlýsingu um takmarkaða hernaðarsamvinnu Bandaríkjanna við arabaríki.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert