Skammbyssa dulbúinn sem farsími

Ítalskur lögreglumaður sést hér halda á farsímabyssunni.
Ítalskur lögreglumaður sést hér halda á farsímabyssunni. AP

Ítalska lögreglan hefur lagt hald á 22. kalíbera skotvopn sem hefur verið dulbúið sem farsími. Vopnið fannst þegar lögreglan gerði áhlaup á húsnæði skammt frá Napólí.

Lögreglan lagði jafnframt hald á skotheld vesti, skotfæri og mikið magn af seðlum.

Fram kemur á fréttavef BBC að lögregluaðgerðin tengist mafíunni í Napólí, sem nefnist Camorra.

Hægt er að hlaða fjórum skotum í farsímabyssuna. Loftnetið virkar sem byssuhlaup og í stað þess að taka í gikkinn er þrýst á hnapp á lyklaborðinu til að skjóta úr byssunni.

Einn maður var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins, en aðrir eru sagðir hafa náð að flýja af vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert