Milljónir flykkjast til Mekka

Þúsundir múslima safnast saman í aðalmosku Mekka.
Þúsundir múslima safnast saman í aðalmosku Mekka. AHMED JADALLAH

Pílagrímar flykkjast nú til heilögu borgarinnar Mekka til að taka þátt í árlegum helgiathöfnum múslima, hajj, sem hefjast í dag og standa í fimm daga. Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa kallað til 100.000 manns til eftirlitsstarfa en búist er við þremur milljónum pílagríma í ár og er það metfjöldi.

Hajj er ein af fimm stoðum íslams og er öllum múslimum sem efni og heilsu hafa til ætlað að fara í slíka pílagrímsferð a.m.k. einu sinni á ævinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert