Átök í miðborg Aþenu

Lögreglumaður með piparúða í miðborg Aþenu í dag.
Lögreglumaður með piparúða í miðborg Aþenu í dag. AP

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í miðborg Aþenu, höfuðborgar Grikklands, í morgun eftir að hópur þátttakenda í friðsamlegri mótmælagöngu hóf að kasta seinum og bensínsprengjum í lögreglu og byggingar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Þá reyndu mótmælendur að kveikja í jólatré í miðbænum og þurftu vegfarendur í jólainnkaupum að hlaupa í skjól vegna átakanna.  Trénu, sem reynt var að kveikja í, var komið fyrir í stað trés sem mótmælendur kveiktu í fyrr í vikunni.

Um 7.000 manns tóku þátt í mótmælagöngunni sem farin var í mótmælaskyni við umdeildar efnahagsumbætur grísku stjórnarinnar og meint mistök hennar við að skýla landinu frá alþjóðlegu fjármálakreppunni.

Mótmælasamkomur hafa nú farið fram daglega í Aþenu í  þrettán daga en mótmælin brutust fyrst út eftir að lögregla skaut hinn fimmtán ára Alexandros Grigoropoulos til bana.

Frá miðborg Aþenu í morgun
Frá miðborg Aþenu í morgun AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert