Sjálfsvíg vegna svika Madoffs

Frá Wall Street, fjármálagötunni frægu í New York.
Frá Wall Street, fjármálagötunni frægu í New York. Reuters

Franskur fjárfestir, Rene-Thierry Magon de la Villehuchet, fannst í dag látinn við skrifborð sitt í New York og hafði fyrirfarið sér. Hann var einn af mörgum sem töpuðu miklu fé vegna fjársvika bandaríska kaupsýslumannsins Bernards Madoffs.

 Villehuchet, sem var 65 ára, var meðal stofnenda fyrirtækis er nefnist Access International og hafði það fest 1,4 milljarða dollara í sjóðum Madoffs. Madoff er nú í stofufangelsi í New York en talið er að tapið vegna svikamyllu hans nemi alls yfir 50 milljörðum dollara. Meðal fórnarlambanna eru nokkrir stórir, alþjóðlegir bankar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert