Forseti Sómalíu segir af sér

Abdullahi Yusuf fráfarandi forseti Sómalíu
Abdullahi Yusuf fráfarandi forseti Sómalíu Reuters

Forseti Sómalíu, Abdullahi Yusuf, tilkynnti afsögn sína í dag en hann hefur verið við völd í fjögur ár. Forseti þingsins tekur við völdum þar til að loknum kosningum í landinu. Skálmöld hefur ríkt í Sómalíu undanfarin ár en Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið á bak við Yusuf í embætti. 

Þegar hann tilkynnti afsögn sína í morgun sagði hann að það væri þrennt sem hann hafði einsett sér í embætti. Það fyrsta væri að ef honum tækist ekki að uppfylla skyldur sínar þá myndi hann segja af sér. Í öðru lagi myndi hann gera allt sem í hans valdi stæði til þess að koma á stjórn í landinu öllu. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. Í þriðja lagi að fá fleiri leiðtoga til samstarfs en það hafi heldur ekki gengið upp og því hafi hann ákveðið að segja af sér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert