Dæla etanóli á bílana í stað bensíns

Í Brasilíu seldust í fyrra fleiri lítrar af etanóli sem eldsneyti en af bensíni en Brasilía er næststærsti etanólframleiðandi heims á eftir Bandaríkjunum. Í Brasilíu hefur stór hluti bílaflotans getað gengið fyrir bensíni í áratugi.

Frá janúar til október seldust alls 15,8 milljarðar af etanóli sem dælt er beint á bílinn og er aukningin 45 prósent en á sama tíma seldust 15,5 milljarðar lítra af bensíni. Einn lítri af etanóli kostar um 75 íslenskar krónur í Brasilíu en bensínlítrinn kostar um 130 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert