Landherinn bíður skipana

Ísraelar héldu árásum á Gaza-svæðið áfram í morgun, einn yfirmaður Hamas-samtakanna, Mohammad al-Jammal lést, árás var gerð á hafnarsvæðið og skólabygging eyðilögð. Að sögn Ísraela var Jammal ábyrgur fyrir öllum eldflaugaárásum frá Gazaborg.

Merki eru uppi um að yfirstandandi þáttur árásanna sé að ljúka þar sem Ísraelar eigi ekki mörg skotmörk eftir. Ísraelski landherinn bíður við landamærin að Gaza-svæðinu eftir merki um að ráðast inn á meðan alþjóðlegir leiðtogar hvetja til vopnahlés.

Ísrael hóf loftárásir fyrir viku síðan og hafa árásirnar orðið yfir 430 Palestínumönnum að bana, þar af fjölda almennra borgara. Fjórir Ísraelar hafa látið lífið og hafa Hamas-samtökin haldið eldflaugaárásum áfram á suðurhluta Ísraels.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert