Leiðtogar al Qaeda felldir í Pakistan

Bandaríska leyniþjónustan telur að Usama al-Kini, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Pakistan, og  Sjeik Ahmed Salim Swedan, næstráðandi hans, hafi látið lífið í loftárás bandaríska herliðsins í Afganistan á bækistöð þeirra í Suður-Waziristan í Pakistan. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Kini er m.a. talinn hafa skipulagt árásina á Marriott-hótelið í Islamabad á síðasta ári en þá létu fimmtíu manns lífið er flutningabíl hlöðnum sprengiefnum var ekið á hótelið. Bandarískur embættismaður sem ekki vill láta nafns síns getið segir fall mannanna vera mikilvægan áfanga í baráttunni við al-Qaeda og það muni hafa mikil áhrif á samtökin í náinni framtíð. 

Mennirnir, sem báðir eru fæddir í Kenýa, hafa verið á lista Bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna meintrar aðildar sinnar að sprengjutilræðunum í sendiráðum Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu árið 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert