Skotið á óbreytta borgara í Jabaliya?

Palestínumenn segja átta óbreytta borgara hafa látið lífið er ísraelskir hermenn skutu af skriðdreka á götu í Jabaliya flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu í dag. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Ísraelsher hefur ekki staðfest þetta en segir að gerðar hafi veri árásir á 40 skotmörk sem tengjast Hamas samtökunum á undanförnum sólarhring og að fimmtán liðsmen samtakanna hafi látið lífið í árásum og átökum við Ísraelsher  síðastliðnum sólarhring.  Segir herinn Amir Mansi, háttsettan liðsmann samtakanna sem skilulagt hefur flugskeytaárásir á Ísrael, vera á meðal hinna föllnu en Palestínumenn hafa ekki staðfest það.

Engar hlutlausar fréttir hafa borist af mannfalli á Gasasvæðinu þar sem Ísraelar meina fréttamönnum aðgang að svæðinu. 786 Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í árásum Ísraela og átökum við þá á undanförnum tveimur vikum. Á sama tíma hafa þrettán Ísraelar látið lífið í árásum og átökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert