Barist í návígi í Gasaborg

Palestínumenn í Ramallah á Vesturbakkanum mótmæla hernaði Ísraela á Gasasvæðinu …
Palestínumenn í Ramallah á Vesturbakkanum mótmæla hernaði Ísraela á Gasasvæðinu í dag. AP

Ísraelskir hermenn eru nú komnir inn í Gasasborg þar sem þeir börðust við herskáa Palestínumenn í návígi í nótt. Fjórtán Palestínumenn létust í átökunum en  ekki er ljóst hvort einhverjir óbreyttir borgarar voru þeirra á meðal. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Átökin áttu sér stað í hverfinu Sheikh Ajleen í suðvesturhluta borgarinnar þar sem fylgi við Hamas-samtökin er hvað mest. Þykir það, hversu langt inn í borgina Ísraelsher er kominn, vera merki þess að Ísraelar séu að herða mjög á hernaði sínum á Gasasvæðinu.Tveir herskáir Palestínumenn létu einnig lífið þegar Ísraelsher gerði loftárás á bíl þeirra.

Ísraelsher gerði rúmlega 60 loftárásir á Gasasvæðið í nótt, m.a. á mosku í Rafah á suðurhluta svæðisins. Segir herinn moskuna hafa verið notaða sem vopnageymslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert